Grégory Cattaneo miðaldasagnfræðingur fjallar um ýmsar hliðar djöfladýrkunar á miðöldum, meðal annars trúarbrögð, villutrú, sögusagnir, hefðir og venjur, þjóðtrú og mótmæli kirkjunnar.
Grégory segir frá djöflafræði á 5.-15. öld, hann ræðir trúarbrögð og venjur sem tengjast dýrkun djöflusins, þar á meðal blót og tákn. Hvernig eru miðaldasagnir um djöfulinn, samskipti hans við menn og hlutverk hans í evrópskri þjóðtrú?
Hvernig var skipan djöfulsins og tengdra vera háttað, hver voru einkenni þeirra og áhrif á daglegt líf fólks?
Hver var framsetning djöfulsins í miðaldalist, t.d. málverkum, höggmyndum og skáldverkum?
Grégory Cattaneo er franskur miðaldasagnfræðingur og rithöfundur, búsettur á Íslandi. Hann er með doktorsgráðu í sögu og hefur um nokkurra ára skeið tekið þátt í fræðslustarfi samhliða því að stunda rannsóknir sínar. Hann vann í átta ár sem stundakennari í sagnfræði og frönsku við Háskóla Íslands og hefur gegnt stöðu gestakennara við Sorbonne-háskóla og við École Pratique des Hautes Études í París þar sem hann kenndi sagnfræði og námskeið um íslenska menningu og Íslendingasögur. Undanfarin þrjú ár hefur hann kennt við Endurmenntun Háskóla Íslands með það að markmiði að deila rannsóknum sínum með fjölbreyttari hóp.
Nánari upplýsingar veita:
Grégory Cattaneo, miðaldasagnfræðingur
Z3JlZ29yeSAhIGNhdHRhbmVvIHwgZ21haWwgISBjb20= | 865 4267
Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri
a2F0cmluICEgZ3VkbXVuZHNkb3R0aXIgfCByZXlramF2aWsgISBpcw== | 411 6230
You may also like the following events from Borgarbókasafnið: